Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar 19. september 2025 08:02 Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft. Umræða um námsmat snýst oft um hvort betra sé að nota tölur eða bókstafi. Hvorugt hefur þó raunverulegt gildi ef ekki liggur skýrt fyrir hvað matsniðurstöðurnar eiga að segja. Táknin sjálf, 8 eða B, eru merkingarlaus nema við skiljum hvaða hæfni og framfarir liggja þar að baki. Aðalnámskrá grunnskólanna og rannsóknir Aðalnámskrá grunnskólanna er leiðarljós fyrir allt skólastarf í landinu og kennarar eru skuldbundnir til að vinna eftir henni. Þar segir meðal annars: „Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu til nemenda heldur einnig að veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun.“ Í námskránni er lögð áhersla á hæfniviðmið. Þetta er ekki tilviljun. Alþjóðlegar rannsóknir, meðal annars hjá OECD og John Hattie, sýna að nemendur læra mest þegar þeir fá skýr viðmið, raunhæfa endurgjöf og tækifæri til að prófa sig áfram. Þekking er mikilvæg, en ekki síður hæfnin til að hugsa gagnrýnið, vinna með öðrum og nýta kunnáttu í ólíkum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að bókstafakerfi gefur skýrari og hvetjandi skilaboð en hefðbundinn töluskali. Í Visible Learning bendir Hattie á að endurgjöf sem tengist hæfni og framvindu hefur meiri áhrif en nákvæm tölugildi. OECD hefur ítrekað bent á að matskerfi sem byggja á skýrum flokkum (A, B, C, D) falli betur að hæfniviðmiðum en smávægilegur munur milli 6,9 og 7,1. Eru tölur skýrari? Margir telja að tölur séu skýrari en bókstafir. Þær virðast nákvæmar og 6,9 virðist segja meira en „B“. En tölur segja aðeins hluta sögunnar. Hvað þýðir 6,9 í raun? Hvernig er hún fengin? Á hvaða viðmið byggir hún? Talan gefur ekki svör við þessum spurningum nema hún sé brotin niður í ítarleg viðmið sem útskýra hæfni nemandans. Bókstafir geta hins vegar verið tengdir lýsandi viðmiðum. „B“ í stærðfræði getur þýtt að nemandi ráði við ákveðin verkefni en eigi enn eftir að ná tökum á öðrum. Þá er skýrara fyrir foreldra að fá heildarmynd í stað þess að horfa á eina tölu án samhengi. Það sem virðist einfalt er því oft villandi. Daglegt skólastarf Í skólastofunni sjáum við hvað liggur að baki matsniðurstöðum. Nemandi sem tekur ábyrgð í hópvinnu lærir að hlusta, útskýra og deila hugmyndum. Nemandi sem loksins þorir að spyrja sýnir hugrekki sem engin einkunn fangar. Nemandi sem heldur áfram að prófa þótt verkefni sé erfitt sýnir úthald og útsjónarsemi sem verða honum styrkur til framtíðar. Þetta eru augnablik sem tölur ná ekki að mæla en skipta öllu máli. Hvers vegna þetta skiptir máli? Ef við festumst í tölunum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Þá fer námið að snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni til að takast á við nýjar aðstæður. Við þurfum að spyrja okkur: viljum við að börnin okkar séu góð í að muna rétt svar á prófi eða góð í að leysa vandamál sem enginn hefur séð áður? Niðurstaða Menntun er meira en mælanlegar niðurstöður. Hún á að rækta hæfileika, forvitni og styrk hvers barns. Þegar við sjáum nemendur í heild og gefum þeim tækifæri til að vaxa verður skólinn vettvangur þar sem börn öðlast trú á sjálfum sér og hæfni til að takast á við lífið. Það er sú framtíð sem við eigum að leggja rækt við og sem við getum verið stolt af að byggja saman. Höfundur er kennari. Hlutverk aðalnámskrár: https://www.adalnamskra.is/grunnskoli/kafli-1-hlutverk-adalnamskrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft. Umræða um námsmat snýst oft um hvort betra sé að nota tölur eða bókstafi. Hvorugt hefur þó raunverulegt gildi ef ekki liggur skýrt fyrir hvað matsniðurstöðurnar eiga að segja. Táknin sjálf, 8 eða B, eru merkingarlaus nema við skiljum hvaða hæfni og framfarir liggja þar að baki. Aðalnámskrá grunnskólanna og rannsóknir Aðalnámskrá grunnskólanna er leiðarljós fyrir allt skólastarf í landinu og kennarar eru skuldbundnir til að vinna eftir henni. Þar segir meðal annars: „Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu til nemenda heldur einnig að veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun.“ Í námskránni er lögð áhersla á hæfniviðmið. Þetta er ekki tilviljun. Alþjóðlegar rannsóknir, meðal annars hjá OECD og John Hattie, sýna að nemendur læra mest þegar þeir fá skýr viðmið, raunhæfa endurgjöf og tækifæri til að prófa sig áfram. Þekking er mikilvæg, en ekki síður hæfnin til að hugsa gagnrýnið, vinna með öðrum og nýta kunnáttu í ólíkum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að bókstafakerfi gefur skýrari og hvetjandi skilaboð en hefðbundinn töluskali. Í Visible Learning bendir Hattie á að endurgjöf sem tengist hæfni og framvindu hefur meiri áhrif en nákvæm tölugildi. OECD hefur ítrekað bent á að matskerfi sem byggja á skýrum flokkum (A, B, C, D) falli betur að hæfniviðmiðum en smávægilegur munur milli 6,9 og 7,1. Eru tölur skýrari? Margir telja að tölur séu skýrari en bókstafir. Þær virðast nákvæmar og 6,9 virðist segja meira en „B“. En tölur segja aðeins hluta sögunnar. Hvað þýðir 6,9 í raun? Hvernig er hún fengin? Á hvaða viðmið byggir hún? Talan gefur ekki svör við þessum spurningum nema hún sé brotin niður í ítarleg viðmið sem útskýra hæfni nemandans. Bókstafir geta hins vegar verið tengdir lýsandi viðmiðum. „B“ í stærðfræði getur þýtt að nemandi ráði við ákveðin verkefni en eigi enn eftir að ná tökum á öðrum. Þá er skýrara fyrir foreldra að fá heildarmynd í stað þess að horfa á eina tölu án samhengi. Það sem virðist einfalt er því oft villandi. Daglegt skólastarf Í skólastofunni sjáum við hvað liggur að baki matsniðurstöðum. Nemandi sem tekur ábyrgð í hópvinnu lærir að hlusta, útskýra og deila hugmyndum. Nemandi sem loksins þorir að spyrja sýnir hugrekki sem engin einkunn fangar. Nemandi sem heldur áfram að prófa þótt verkefni sé erfitt sýnir úthald og útsjónarsemi sem verða honum styrkur til framtíðar. Þetta eru augnablik sem tölur ná ekki að mæla en skipta öllu máli. Hvers vegna þetta skiptir máli? Ef við festumst í tölunum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Þá fer námið að snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni til að takast á við nýjar aðstæður. Við þurfum að spyrja okkur: viljum við að börnin okkar séu góð í að muna rétt svar á prófi eða góð í að leysa vandamál sem enginn hefur séð áður? Niðurstaða Menntun er meira en mælanlegar niðurstöður. Hún á að rækta hæfileika, forvitni og styrk hvers barns. Þegar við sjáum nemendur í heild og gefum þeim tækifæri til að vaxa verður skólinn vettvangur þar sem börn öðlast trú á sjálfum sér og hæfni til að takast á við lífið. Það er sú framtíð sem við eigum að leggja rækt við og sem við getum verið stolt af að byggja saman. Höfundur er kennari. Hlutverk aðalnámskrár: https://www.adalnamskra.is/grunnskoli/kafli-1-hlutverk-adalnamskrar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun