Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar 16. september 2025 12:00 Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun