Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 15. september 2025 13:00 Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun