Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 12. september 2025 15:30 Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun