Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar 12. september 2025 11:01 Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun