Viðskipti innlent

Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísa­fold Capital Partners

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Örn Arnarson.
Ágúst Örn Arnarson.

Ágúst Örn Arnarson hefur verið ráðinn sem fjárfestingastjóri hjá sjóðstýringarfyrirtækinu Ísafold Capital Partners.

Í tilkynningu segir að Ágúst hafi gegnt stöðu viðskiptastjóra hjá Arion banka frá árinu 2018. 

„Síðastliðin þrjú ár starfaði hann sem viðskiptastjóri í teymi um sérhæfðar lánveitingar og sölu lána á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. Þar áður var hann viðskiptastjóri í sjávarútvegs- og verslunarteymi á fyrirtækjasviði bankans og viðskiptastjóri í teymi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á viðskiptabankasviði.

Ágúst er með M.Fin gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á hagfræði frá Coastal Carolina University í Suður Karólínu,“ segir í tilkynningunni. 

Ísafold Capital Partners, stofnað árið 2009, er sjálfstætt starfandi rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Félagið sérhæfir sig í rekstri sjóða með áherslu á fjárfestingar í lánum og lánatengdum afurðum, ýmist sem eingöngu lánveitandi eða einnig sem meðfjárfestir. Í dag stýrir félagið tveimur sérhæfðum sjóðum, MF2 hs og MF3 hs. Fyrsti sjóður félagsins var MF1 slhf. en honum var slitið árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×