Körfubolti

EM í dag: Helgin frá hel­víti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll eru fegnir að þurfa ekki að tala aftur um þessa helgi.
Henry Birgir og Valur Páll eru fegnir að þurfa ekki að tala aftur um þessa helgi. vísir/hulda margrét

Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti.

Á laugardaginn kastaði körfuboltalandsliðið frá sér sigri gegn Belgíu en í gær sáu dómararnir til þess að Ísland fékk ekki heiðarlegt tækifæri til þess að skella heimamönnum frá Póllandi.

Klippa: EM í dag #6: Helgin frá helvíti

Það voru þreyttir landsliðsmenn sem Vísismenn hittu í dag enda lítið sofið eftir vonbrigðin í gær.

Á morgun er svo annað tækifæri er Ísland spilar gegn Luka Doncic og félögum í Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×