90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 1. september 2025 15:32 Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun