90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 1. september 2025 15:32 Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun