„Þetta er bara gullfallegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 21:20 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í íslenska liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. „Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
„Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum
EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37