Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar 30. ágúst 2025 21:02 Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. Móðurmál mitt er íslenska og ég tala jafn góða íslensku og hver annar unglingur fæddur á Íslandi 2007, jafnvel betri þar sem foreldrar mínir eru eldri en foreldrar flestra vina minna. En fólk hugsar ekki út í þetta og hrósar mér fyrir hvað ég tala góða íslensku. Fólk talar ekki með húðinni. Þegar fólk sér mig er augljóst að ég er ekki innfæddur mjólkurhvítur Íslendingur. Ég stend alltaf út úr hópnum vegna húðlitar míns. En það er ekkert annað sem aðgreinir mig frá innfæddum Íslendingum. Þegar ég var yngri átti ég erfitt með að skilja hvers vegna fólk talaði ekki beint við mig. Fólk spurði pabba hvort ég væri dóttir hans. Mér fannst það auðvitað skrítin spurning, hvort ég væri dóttir pabba míns. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að átta mig á hvað fólk var að hugsa. Það var að hugsa um húðlit. Þegar ég var átta ára var ég í Melabúðinni og var þar sökuð fyrir stuld. Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað. Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni. Ég var tólf ára þegar ég fór fyrst ein í strætó. Ég skildi aldrei afhverju ég var sótt í skóla og tómstundir og afhverju ég mætti ekki bara taka strætó með vinum mínum eftir skóla. Eða fara ein. Ég spurði sjálfan mig hvað gerði mig svona ólíka öðrum að það þyrfti alltaf auka lag af öryggi í kringum mig. Af hverju mátti ég ekki bara vera eins og frjáls manneskja? Þegar ég var sex ára fór ég mikið í sund með ömmu minni. Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum? Þegar ég var sjö ára fluttum við til Parísar. Ég var stressuð að byrja í nýjum skóla, mér fannst ég vera alein og hjálparlaus. Fyrsta skóladaginn stóð ég ein á skólalóðinni og virti fyrir mér fjölbreytileikann. Hann var alls staðar. Ég sá krakka sem voru frá öllum heimshornum og engin var að glápa á annan vegna húðlitar. Ég fann að yfir mig færðist ró, vitandi að ég stæði ekki út úr eins og raunin var á Íslandi. Í París stóð ég ekki út úr eins og bólgin þumall vegna þess að ég var öðruvísi á litinn. Þegar ég heyri rætt um rasisma eða fordóma legg ég alltaf við hlustir þar sem mér finnst ég skilja báðar hliðar á peningnum. Ég er fædd í Afríku en uppalin á Íslandi. Ég upplifi mig því talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan. Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál? Fordómar eru oft hljóðlátir Það sem margir skilja ekki, og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt. Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma. Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá? Ég er fædd í apríl 2007 í Tógó, litlu, mjóu en löngu landi í Vestur Afríku. Ég kom til Íslands sama ár, daginn fyrir Þorláksmessu. Ég fór síðast til Tógó í desember í fyrra. Ég hafði lengi suðað í foreldrum mínum að fá að fara, en ég hafði ekki farið til Tógó síðan ég var sjö ára. Ég þekkti í raun engan Í Tógó. Ég hafði aldrei búið þar. Vildi ég bara komast í frið? Að losna undan augum sem horfa á mig? Að fá að falla inn í hópinn? Í fyrra voru tíu ár frá síðustu ferð minni til heimalandsins. Ég hugsaði mikið áður en ég fór. Verð ég samþykkt? Er ég meiri Tógólísa en Íslendingur þótt ég hafi aldrei búið í Tógó? Er einhver staður fyrir mig í samfélaginu úti? Er einhver staður fyrir mig í öðru hvoru samfélaginu, og þá í hvoru? Í Tógó var tekið konunglega á móti mér. Engin glápti á mig. Ég skar mig alls ekki út úr vegna húðlitar. Ég var eins og hver önnur manneskja. Mamma fékk hins vegar að finna fyrir því hvernig augu dæmdu og störðu á hana, eins og hún væri vera af annarri plánetu. Alveg eins og hefur verið gert við mig allt mitt líf. Þegar ég var yngri fannst mér mjög skrítið þegar ég sá fólk með dökkan húðlit. Ég er eina manneskjan í ættinni sem er með dökka húð þannig að ég hef alltaf verið umkringd hvítu fólki. Ég hef þurft að gefa mikið af mér til þess að eignast stað og status í íslensku samfélagi. Ég hef þurft að leggja mig meira fram og tala hærra til þess að koma mínu í gegn. Hvers vegna er það? Rasismi er lærð hegðun Þegar ég var yngri átti ég auðvelt með að eignast vini. Krakkarnir horfðu undarlega á mig en komu upp að mér og spurðu hvaðan ég væri. Ég sagðist koma frá Afríku og málið var dautt. Engin læti, engin ljót orð, engin rasismi. Því eldri sem ég varð því meira finn ég fyrir rasisma. Ég held að samfélagsmiðlarnir hafi mikil áhrif. Krakkar á öllum aldri eru inn á þessum miðlum án þess að foreldrar fylgist með. Ég held að fólk og yfirvöld séu ekki tilbúin að taka á þessu máli og líti því undan, vilji ekki vita hvað þarna fer fram. Þess vegna skrifa ég þessa grein, í von um að fólk staldri við og lesi. Ég vona að fólk opni augun fyrir hvað er að gerast í samfélaginu okkar og átti sig á að það þurfi að gera eitthvað í því. Þegar ég skrifa niður pælingar mínar finnst mér ég vera að öskra út í tómið, finnst sem enginn sé tilbúinn að bregðast við. Mér finnst fólk vera hrætt við að standa með mikilvægum málefnum. Hrætt við að vera dæmt af samfélaginu. En ástandið breytist ekki nema við höfum kjark til að breyta því. Höfundur er átján ára menntaskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Börn og uppeldi Innflytjendamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. Móðurmál mitt er íslenska og ég tala jafn góða íslensku og hver annar unglingur fæddur á Íslandi 2007, jafnvel betri þar sem foreldrar mínir eru eldri en foreldrar flestra vina minna. En fólk hugsar ekki út í þetta og hrósar mér fyrir hvað ég tala góða íslensku. Fólk talar ekki með húðinni. Þegar fólk sér mig er augljóst að ég er ekki innfæddur mjólkurhvítur Íslendingur. Ég stend alltaf út úr hópnum vegna húðlitar míns. En það er ekkert annað sem aðgreinir mig frá innfæddum Íslendingum. Þegar ég var yngri átti ég erfitt með að skilja hvers vegna fólk talaði ekki beint við mig. Fólk spurði pabba hvort ég væri dóttir hans. Mér fannst það auðvitað skrítin spurning, hvort ég væri dóttir pabba míns. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að átta mig á hvað fólk var að hugsa. Það var að hugsa um húðlit. Þegar ég var átta ára var ég í Melabúðinni og var þar sökuð fyrir stuld. Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað. Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni. Ég var tólf ára þegar ég fór fyrst ein í strætó. Ég skildi aldrei afhverju ég var sótt í skóla og tómstundir og afhverju ég mætti ekki bara taka strætó með vinum mínum eftir skóla. Eða fara ein. Ég spurði sjálfan mig hvað gerði mig svona ólíka öðrum að það þyrfti alltaf auka lag af öryggi í kringum mig. Af hverju mátti ég ekki bara vera eins og frjáls manneskja? Þegar ég var sex ára fór ég mikið í sund með ömmu minni. Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum? Þegar ég var sjö ára fluttum við til Parísar. Ég var stressuð að byrja í nýjum skóla, mér fannst ég vera alein og hjálparlaus. Fyrsta skóladaginn stóð ég ein á skólalóðinni og virti fyrir mér fjölbreytileikann. Hann var alls staðar. Ég sá krakka sem voru frá öllum heimshornum og engin var að glápa á annan vegna húðlitar. Ég fann að yfir mig færðist ró, vitandi að ég stæði ekki út úr eins og raunin var á Íslandi. Í París stóð ég ekki út úr eins og bólgin þumall vegna þess að ég var öðruvísi á litinn. Þegar ég heyri rætt um rasisma eða fordóma legg ég alltaf við hlustir þar sem mér finnst ég skilja báðar hliðar á peningnum. Ég er fædd í Afríku en uppalin á Íslandi. Ég upplifi mig því talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan. Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál? Fordómar eru oft hljóðlátir Það sem margir skilja ekki, og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt. Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma. Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá? Ég er fædd í apríl 2007 í Tógó, litlu, mjóu en löngu landi í Vestur Afríku. Ég kom til Íslands sama ár, daginn fyrir Þorláksmessu. Ég fór síðast til Tógó í desember í fyrra. Ég hafði lengi suðað í foreldrum mínum að fá að fara, en ég hafði ekki farið til Tógó síðan ég var sjö ára. Ég þekkti í raun engan Í Tógó. Ég hafði aldrei búið þar. Vildi ég bara komast í frið? Að losna undan augum sem horfa á mig? Að fá að falla inn í hópinn? Í fyrra voru tíu ár frá síðustu ferð minni til heimalandsins. Ég hugsaði mikið áður en ég fór. Verð ég samþykkt? Er ég meiri Tógólísa en Íslendingur þótt ég hafi aldrei búið í Tógó? Er einhver staður fyrir mig í samfélaginu úti? Er einhver staður fyrir mig í öðru hvoru samfélaginu, og þá í hvoru? Í Tógó var tekið konunglega á móti mér. Engin glápti á mig. Ég skar mig alls ekki út úr vegna húðlitar. Ég var eins og hver önnur manneskja. Mamma fékk hins vegar að finna fyrir því hvernig augu dæmdu og störðu á hana, eins og hún væri vera af annarri plánetu. Alveg eins og hefur verið gert við mig allt mitt líf. Þegar ég var yngri fannst mér mjög skrítið þegar ég sá fólk með dökkan húðlit. Ég er eina manneskjan í ættinni sem er með dökka húð þannig að ég hef alltaf verið umkringd hvítu fólki. Ég hef þurft að gefa mikið af mér til þess að eignast stað og status í íslensku samfélagi. Ég hef þurft að leggja mig meira fram og tala hærra til þess að koma mínu í gegn. Hvers vegna er það? Rasismi er lærð hegðun Þegar ég var yngri átti ég auðvelt með að eignast vini. Krakkarnir horfðu undarlega á mig en komu upp að mér og spurðu hvaðan ég væri. Ég sagðist koma frá Afríku og málið var dautt. Engin læti, engin ljót orð, engin rasismi. Því eldri sem ég varð því meira finn ég fyrir rasisma. Ég held að samfélagsmiðlarnir hafi mikil áhrif. Krakkar á öllum aldri eru inn á þessum miðlum án þess að foreldrar fylgist með. Ég held að fólk og yfirvöld séu ekki tilbúin að taka á þessu máli og líti því undan, vilji ekki vita hvað þarna fer fram. Þess vegna skrifa ég þessa grein, í von um að fólk staldri við og lesi. Ég vona að fólk opni augun fyrir hvað er að gerast í samfélaginu okkar og átti sig á að það þurfi að gera eitthvað í því. Þegar ég skrifa niður pælingar mínar finnst mér ég vera að öskra út í tómið, finnst sem enginn sé tilbúinn að bregðast við. Mér finnst fólk vera hrætt við að standa með mikilvægum málefnum. Hrætt við að vera dæmt af samfélaginu. En ástandið breytist ekki nema við höfum kjark til að breyta því. Höfundur er átján ára menntaskólanemi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun