Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2025 17:32 Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar