Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar 26. ágúst 2025 10:32 Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku). Erindinu var aflýst eftir að fundarstjóri taldi fullljóst að hvorki hann né frummælandi fengju tækifæri til að tjá sig óáreittir sökum frammíkalla, hrópa og háreystis. Nauðsynlegt er að Háskóli Íslands marki sér skýra stefnu um viðbrögð við slíkum aðstæðum (þar sem komið er í veg fyrir að fundur geti farið fram), kynni stefnuna fyrir nemendum, öllu starfsfólki og samfélaginu, og fylgi henni síðan fast eftir. Ýmsir erlendir háskólar hafa stuðst við hina svokölluðu „Chicago yfirlýsingu um málfrelsi“ til að bregðast við aðstæðum eins og að framan greinir. Yfirlýsing Chicago háskóla kveður á um nær algert málfrelsi á háskólasvæðinu og skólinn undirstrikar að eftirfarandi ákvæði leiði beint af yfirlýsingunni: „Þrátt fyrir að meðlimir háskólasamfélagsins hafi rúmt frelsi til að gagnrýna og véfengja skoðanir sem settar eru fram á háskólasvæðinu og hafi jafnframt frelsi til að gagnrýna og véfengja fyrirlesara sem boðið er að tjá sig þar, mega þeir ekki hindra eða á annan hátt trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sem þeir hafna eða jafnvel fyrirlíta.“ Ljóst er að Chicago háskóli vísar hér m.a. til viðburða á vegum háskólans og stofnana hans. (Sjá https://freeexpression.uchicago.edu/) Þessi afdráttarlausa yfirlýsing stendur vörð um rétt nemenda, kennara og annarra til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla um leið og hún áréttar skyldu háskólayfirvalda til að grípa í taumana hafi nemendur, kennarar eða aðrir uppi tilburði til að hindra eða trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Með yfirlýstri afstöðu sinni gerir viðkomandi háskóli kunnugt að ekki verði liðið að mótmælendur leysi upp viðburði eða komi í veg fyrir að fyrirlesarar fái að tjá sig í boði háskólastofnunar. Veigamikil rök eru fyrir því að Háskóli Íslands taki upp ofangreinda stefnu, sem samræmist grunngildum skólans, og fylgi henni fast eftir: 1. Stefnan stendur vörð um málfrelsi. Háskólar eiga allt sitt undir opnum og frjálsum skoðanaskiptum og ættu því að vera í fararbroddi þegar kemur að því að verja málfrelsi sem er stjórnarskrárvarinn réttur Íslendinga. Takmarkanir á málfrelsi ætti einungis að gera í algerum undantekningartilvikum svo sem þegar beinlínis er hvatt til ofbeldis eða lögbrota, höfð eru uppi ósönn ærumeiðandi ummæli gagnvart tilteknum einstaklingi, eða þegar unnið er með grófum hætti gegn friðhelgi einkalífs. 2. Stefnan stendur vörð um akademískt frelsi. Háskólakennarar njóta akademísks frelsis. Það þýðir að þeir hafa frelsi til að rannsaka og efna til rökræðu án óeðlilegra afskipta stjórnvalda, hagsmunasamtaka eða þrýstihópa innan og utan skólans. Ef mótmælendur hindra að háskólaprófessor fái tjáð sig er unnið gegn frelsi hans til að kynna niðurstöður rannsókna sinna, fá fram viðbrögð og eiga í rökræðu. Á sama tíma er unnið gegn rétti annarra rannsakenda til að hlýða á viðkomandi fræðimann og eftir atvikum setja fram gagnrýni. Ólíkar skilgreiningar á akademísku frelsi eru við lýði í fræðaheiminum. Sumar eru þröngar, aðrar víðari. Í siðareglum Háskóla Íslands segir undir kaflaheitinu „Akademískt frelsi og vönduð vinnubrögð“: „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna OG TJÁNINGAR á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar.“ (ákvæði 3.1., leturbreyting hér). 3. Stefnan vinnur gegn gerræðislegum viðbrögðum. Láti Háskólinn það óátalið að mótmælendur leysi upp fundi fræðimanna er ekki gott að sjá hvar það endar vilji skólinn vera sjálfum sér samkvæmur í móttöku gesta. Hætt er við að einhverjir muni benda á að í sama mánuði og mótmælendur meinuðu ísraelska háskólaprófessornum að tjá sig tók skólinn á móti sendiherra Kínverja á Íslandi en Kínverjar hafa með réttu eða röngu ítrekað verið ásakaðir í íslenskum og erlendum fjölmiðlum um þjóðarmorð á Úígúrum og menningarlegt þjóðarmorð í Tíbet. Mótmælendur gæti borið víða að, með ólík efni. 4. Stefnan stendur vörð um vinnufrið og orðspor Háskólans. Uppákomur af því tagi sem hér um ræðir geta haft margs konar eftirmála, bæði lagalega (hugsanlegar málsóknir) og samfélagslega (að verja orðspor stofnunarinnar). Með því að fylgja ofangreindri stefnu má sneiða hjá slíkum vandræðum. Sé skýr og afdráttarlaus stefna til staðar, ætti öllum líka að vera ljóst að Háskólinn væri ekki að taka pólitíska afstöðu með eða móti tilteknum málstað þegar hann bregst við til varnar málfrelsi. 5. Stefnan léttir álagi af einstökum starfsmönnum skólans. Sé stefnunni fylgt fast og afdráttarlaust eftir þurfa einstakir kennarar ekki að verja rétt sinn til að tjá sig í tímum og á opnum fyrirlestrum þannig að áheyrendur fái heyrt í þeim. Þeir sem varið hafa uppákomuna 6. ágúst hafa m.a. haldið því fram að fyrirlesturinn hafi ekki verið á vegum háskólastofnunar, og að þá línu sem mótmælendur fóru yfir megi kenna við ókurteisi, að um sniðgöngu hafi verið að ræða, ekki hindrun eða tilburði til að koma í veg fyrir að viðburðurinn gæti farið fram. Af þessu virðist mega gagnálykta að hafi viðburðurinn verið í boði Háskólans eða háskólastofnunar og hafi mótmælendur komið í veg fyrir að hann gæti farið fram – og hvort tveggja er klárlega rétt – hafi mótmælendur gengið of langt. Það er kjarni málsins. Skýr og afdráttarlaus stefna á borð við Chicago yfirlýsinguna undirstrikar að slík framganga sé ólíðandi. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku). Erindinu var aflýst eftir að fundarstjóri taldi fullljóst að hvorki hann né frummælandi fengju tækifæri til að tjá sig óáreittir sökum frammíkalla, hrópa og háreystis. Nauðsynlegt er að Háskóli Íslands marki sér skýra stefnu um viðbrögð við slíkum aðstæðum (þar sem komið er í veg fyrir að fundur geti farið fram), kynni stefnuna fyrir nemendum, öllu starfsfólki og samfélaginu, og fylgi henni síðan fast eftir. Ýmsir erlendir háskólar hafa stuðst við hina svokölluðu „Chicago yfirlýsingu um málfrelsi“ til að bregðast við aðstæðum eins og að framan greinir. Yfirlýsing Chicago háskóla kveður á um nær algert málfrelsi á háskólasvæðinu og skólinn undirstrikar að eftirfarandi ákvæði leiði beint af yfirlýsingunni: „Þrátt fyrir að meðlimir háskólasamfélagsins hafi rúmt frelsi til að gagnrýna og véfengja skoðanir sem settar eru fram á háskólasvæðinu og hafi jafnframt frelsi til að gagnrýna og véfengja fyrirlesara sem boðið er að tjá sig þar, mega þeir ekki hindra eða á annan hátt trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sem þeir hafna eða jafnvel fyrirlíta.“ Ljóst er að Chicago háskóli vísar hér m.a. til viðburða á vegum háskólans og stofnana hans. (Sjá https://freeexpression.uchicago.edu/) Þessi afdráttarlausa yfirlýsing stendur vörð um rétt nemenda, kennara og annarra til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla um leið og hún áréttar skyldu háskólayfirvalda til að grípa í taumana hafi nemendur, kennarar eða aðrir uppi tilburði til að hindra eða trufla frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Með yfirlýstri afstöðu sinni gerir viðkomandi háskóli kunnugt að ekki verði liðið að mótmælendur leysi upp viðburði eða komi í veg fyrir að fyrirlesarar fái að tjá sig í boði háskólastofnunar. Veigamikil rök eru fyrir því að Háskóli Íslands taki upp ofangreinda stefnu, sem samræmist grunngildum skólans, og fylgi henni fast eftir: 1. Stefnan stendur vörð um málfrelsi. Háskólar eiga allt sitt undir opnum og frjálsum skoðanaskiptum og ættu því að vera í fararbroddi þegar kemur að því að verja málfrelsi sem er stjórnarskrárvarinn réttur Íslendinga. Takmarkanir á málfrelsi ætti einungis að gera í algerum undantekningartilvikum svo sem þegar beinlínis er hvatt til ofbeldis eða lögbrota, höfð eru uppi ósönn ærumeiðandi ummæli gagnvart tilteknum einstaklingi, eða þegar unnið er með grófum hætti gegn friðhelgi einkalífs. 2. Stefnan stendur vörð um akademískt frelsi. Háskólakennarar njóta akademísks frelsis. Það þýðir að þeir hafa frelsi til að rannsaka og efna til rökræðu án óeðlilegra afskipta stjórnvalda, hagsmunasamtaka eða þrýstihópa innan og utan skólans. Ef mótmælendur hindra að háskólaprófessor fái tjáð sig er unnið gegn frelsi hans til að kynna niðurstöður rannsókna sinna, fá fram viðbrögð og eiga í rökræðu. Á sama tíma er unnið gegn rétti annarra rannsakenda til að hlýða á viðkomandi fræðimann og eftir atvikum setja fram gagnrýni. Ólíkar skilgreiningar á akademísku frelsi eru við lýði í fræðaheiminum. Sumar eru þröngar, aðrar víðari. Í siðareglum Háskóla Íslands segir undir kaflaheitinu „Akademískt frelsi og vönduð vinnubrögð“: „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna OG TJÁNINGAR á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar.“ (ákvæði 3.1., leturbreyting hér). 3. Stefnan vinnur gegn gerræðislegum viðbrögðum. Láti Háskólinn það óátalið að mótmælendur leysi upp fundi fræðimanna er ekki gott að sjá hvar það endar vilji skólinn vera sjálfum sér samkvæmur í móttöku gesta. Hætt er við að einhverjir muni benda á að í sama mánuði og mótmælendur meinuðu ísraelska háskólaprófessornum að tjá sig tók skólinn á móti sendiherra Kínverja á Íslandi en Kínverjar hafa með réttu eða röngu ítrekað verið ásakaðir í íslenskum og erlendum fjölmiðlum um þjóðarmorð á Úígúrum og menningarlegt þjóðarmorð í Tíbet. Mótmælendur gæti borið víða að, með ólík efni. 4. Stefnan stendur vörð um vinnufrið og orðspor Háskólans. Uppákomur af því tagi sem hér um ræðir geta haft margs konar eftirmála, bæði lagalega (hugsanlegar málsóknir) og samfélagslega (að verja orðspor stofnunarinnar). Með því að fylgja ofangreindri stefnu má sneiða hjá slíkum vandræðum. Sé skýr og afdráttarlaus stefna til staðar, ætti öllum líka að vera ljóst að Háskólinn væri ekki að taka pólitíska afstöðu með eða móti tilteknum málstað þegar hann bregst við til varnar málfrelsi. 5. Stefnan léttir álagi af einstökum starfsmönnum skólans. Sé stefnunni fylgt fast og afdráttarlaust eftir þurfa einstakir kennarar ekki að verja rétt sinn til að tjá sig í tímum og á opnum fyrirlestrum þannig að áheyrendur fái heyrt í þeim. Þeir sem varið hafa uppákomuna 6. ágúst hafa m.a. haldið því fram að fyrirlesturinn hafi ekki verið á vegum háskólastofnunar, og að þá línu sem mótmælendur fóru yfir megi kenna við ókurteisi, að um sniðgöngu hafi verið að ræða, ekki hindrun eða tilburði til að koma í veg fyrir að viðburðurinn gæti farið fram. Af þessu virðist mega gagnálykta að hafi viðburðurinn verið í boði Háskólans eða háskólastofnunar og hafi mótmælendur komið í veg fyrir að hann gæti farið fram – og hvort tveggja er klárlega rétt – hafi mótmælendur gengið of langt. Það er kjarni málsins. Skýr og afdráttarlaus stefna á borð við Chicago yfirlýsinguna undirstrikar að slík framganga sé ólíðandi. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun