Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 13:32 Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun