Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 13:32 Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun