Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 07:01 Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun