Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Daglegt líf gæti virkað voða óspennandi eftir gott sumarfrí og sumir upplifa gjarnan leiða eða depurð þegar heim er komið. Eftir gott sumarfrí er því um að gera að vera svolítið vakandi yfir líðan fjölskyldumeðlima og hjálpast að við að sporna við þessum leiða geri hann vart við sig. Vísir/Getty Að eiga gott sumarfrí er gott fyrir okkur öll. Ekki aðeins að ná að kúpla okkur frá vinnu heldur einnig að njóta samverunnar með okkar nánustu eða að gera hluti sem við leyfum okkur að gera allt of sjaldan. En hvers vegna líður sumum illa eftir sumarfrí? Og hvers vegna hálf kvíður sumum fyrir því að sumarfríinu ljúki, vegna þess að fólk veit fyrirfram að það er einhver óskilgreindur leiði sem fylgir því oft að ljúka sumarfríinu okkar? Jú, á þessu er einföld skýring og þú þarft svo sannarlega ekki að halda að þú sért ein/einn í heiminum að upplifa þennan eftir sumarfrís-leiða. Sem á ensku kallast post-vacation depression. Því það að upplifa þennan leiða er eflaust algengara en mörgum grunar og hér er ekkert síður mikilvægt að vera vakandi yfir því hvernig börnunum okkar líður. Því þau geta líka upplifað þessa depurð. Á vefsíðunni Healthline er að finna nokkur góð ráð. Sum til að fyrirbyggja þennan eftir-sumarfrís-leiða en sum til að takast á við hann, ef hann er þegar skollinn á. Fyrirbyggjandi atriði eru til dæmis: Að hafa allt hreint og fínt heima fyrir áður en við förum í frí. Þetta auðveldar okkur að hlakka til að koma heim ef við förum í burtu í sumarfríinu okkar. Ef þú mögulega getur skipulagt fríið þitt þannig að þú eigir að minnsta kosti einn dag heima fyrir áður en þú ferð í vinnu eftir frí, þá er mælt með því. Fyrir fyrstu dagana eða vikuna eftir sumarfrí er ágætt að vera búin/n að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að hitta vini/vinkonur í hádegi eða í ræktinni, spila einn golfhring með einhverjum sem þú hefur ekki hitt í svolítinn tíma eða að skella sér í bíó. Svona plön hjálpa huganum að detta ekki í þá gryfju að tengja allt sem skemmtilegt er, eingöngu við fríið okkar. Þá er mælt með því að skrásetja fríið og minningarnar okkar vel. Til dæmis með því að vera dugleg að taka myndir í fríinu, eða jafnvel að skrifa smá ferðasögu um hvernig fríið okkar var. Slökun í fríinu skiptir samt miklu máli líka því samkvæmt rannsóknum, eru minni líkur á að fólk upplifi leiða eða minnkandi ánægju eftir frí, ef sumarfríið hefur verið afslappandi og gott. Þegar leiðinn er kominn: Segjum samt sem svo, að þessi leiði sé kominn. Sumarfríið er búið og daglega lífið er tekið við. Og við upplifum okkur þunglynd, döpur, leið. Sem stundum skýrist af því að í sumarfríinu okkar vorum við alltaf að upplifa eitthvað nýtt eða spennandi eða skemmtilegt. Þó ekki væri nema hvort það væri margt á tjaldstæðinu eða ekki, hvernig veðrið yrði þar sem við vorum í sumarfríinu og svo framvegis. Fyrir vikið virkar daglega lífið okkar eða heimilislífið kannski óspennandi þegar við komum heim og það er þá sem þessi leiði kikkar inn. Að hjálpa huganum að sporna við þessu getur til dæmis falist í því að… Fókusera sérstaklega á bestu samböndin og samskiptin okkar. Því það að rækta hið félagslega gerir okkur gott. Við getum líka gert okkur smá upptekin í Detox-átaki. Þar sem við drögum úr óhollustu í matarræði, drekkum minna vín og svo framvegis, til að koma okkur aðeins úr sumarfrís-gírnum. Að deila ferðasögum getur líka gert okkur gott. Hvort sem er við vini og vandamenn eða með færslum á samfélagsmiðlum. Að gera okkur upptekin við eitthvað sem tengist góða fríinu okkar gæti verið fínt. Til dæmis að skrá nokkrar umsagnir á Trip Advisor um þjónustuaðila sem þú varst ánægð/ur með í fríinu. Nú, eða óánægð/ur með. Útivera getur gert okkur gott. Sumarið er nú ekki alveg búið. Möguleiki á göngutúr í hádeginu eða eftir kvöldmat? Að gera okkur upptekin við eitthvað heima fyrir getur gert okkur gott. Jafnvel bara litlar breytingar þar sem við færum til einhverja skrautmuni, stillum upp húsgögnum aðeins öðruvísi, málum einn vegg eða stokkum einhverju upp þótt það kallist ekki stórvægilegt né dýrt. Geðheilbrigði Góðu ráðin Áskorun Tengdar fréttir Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00 Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Við elskum öll þennan tíma þar sem fjölskyldan er að fara í langþráð sumarfrí. Snýst mest um að hitta á bestu sólardagana. Eða elta sólina. 25. júlí 2025 07:02 Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Það getur alveg tekið á taugarnar að stilla endalaust til friðar á milli systkina í langþráðu fjölskyldufríi. 11. júlí 2025 07:03 „Hátíðarþreyta“skýrist meðal annars af peningaáhyggjum Við erum flest meðvituð um það álag sem hvílir á verslunarfólki um jólin. Og annað stress sem mögulega getur haft áhrif á dagsformið okkar. 1. desember 2023 07:01 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Sjá meira
En hvers vegna líður sumum illa eftir sumarfrí? Og hvers vegna hálf kvíður sumum fyrir því að sumarfríinu ljúki, vegna þess að fólk veit fyrirfram að það er einhver óskilgreindur leiði sem fylgir því oft að ljúka sumarfríinu okkar? Jú, á þessu er einföld skýring og þú þarft svo sannarlega ekki að halda að þú sért ein/einn í heiminum að upplifa þennan eftir sumarfrís-leiða. Sem á ensku kallast post-vacation depression. Því það að upplifa þennan leiða er eflaust algengara en mörgum grunar og hér er ekkert síður mikilvægt að vera vakandi yfir því hvernig börnunum okkar líður. Því þau geta líka upplifað þessa depurð. Á vefsíðunni Healthline er að finna nokkur góð ráð. Sum til að fyrirbyggja þennan eftir-sumarfrís-leiða en sum til að takast á við hann, ef hann er þegar skollinn á. Fyrirbyggjandi atriði eru til dæmis: Að hafa allt hreint og fínt heima fyrir áður en við förum í frí. Þetta auðveldar okkur að hlakka til að koma heim ef við förum í burtu í sumarfríinu okkar. Ef þú mögulega getur skipulagt fríið þitt þannig að þú eigir að minnsta kosti einn dag heima fyrir áður en þú ferð í vinnu eftir frí, þá er mælt með því. Fyrir fyrstu dagana eða vikuna eftir sumarfrí er ágætt að vera búin/n að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að hitta vini/vinkonur í hádegi eða í ræktinni, spila einn golfhring með einhverjum sem þú hefur ekki hitt í svolítinn tíma eða að skella sér í bíó. Svona plön hjálpa huganum að detta ekki í þá gryfju að tengja allt sem skemmtilegt er, eingöngu við fríið okkar. Þá er mælt með því að skrásetja fríið og minningarnar okkar vel. Til dæmis með því að vera dugleg að taka myndir í fríinu, eða jafnvel að skrifa smá ferðasögu um hvernig fríið okkar var. Slökun í fríinu skiptir samt miklu máli líka því samkvæmt rannsóknum, eru minni líkur á að fólk upplifi leiða eða minnkandi ánægju eftir frí, ef sumarfríið hefur verið afslappandi og gott. Þegar leiðinn er kominn: Segjum samt sem svo, að þessi leiði sé kominn. Sumarfríið er búið og daglega lífið er tekið við. Og við upplifum okkur þunglynd, döpur, leið. Sem stundum skýrist af því að í sumarfríinu okkar vorum við alltaf að upplifa eitthvað nýtt eða spennandi eða skemmtilegt. Þó ekki væri nema hvort það væri margt á tjaldstæðinu eða ekki, hvernig veðrið yrði þar sem við vorum í sumarfríinu og svo framvegis. Fyrir vikið virkar daglega lífið okkar eða heimilislífið kannski óspennandi þegar við komum heim og það er þá sem þessi leiði kikkar inn. Að hjálpa huganum að sporna við þessu getur til dæmis falist í því að… Fókusera sérstaklega á bestu samböndin og samskiptin okkar. Því það að rækta hið félagslega gerir okkur gott. Við getum líka gert okkur smá upptekin í Detox-átaki. Þar sem við drögum úr óhollustu í matarræði, drekkum minna vín og svo framvegis, til að koma okkur aðeins úr sumarfrís-gírnum. Að deila ferðasögum getur líka gert okkur gott. Hvort sem er við vini og vandamenn eða með færslum á samfélagsmiðlum. Að gera okkur upptekin við eitthvað sem tengist góða fríinu okkar gæti verið fínt. Til dæmis að skrá nokkrar umsagnir á Trip Advisor um þjónustuaðila sem þú varst ánægð/ur með í fríinu. Nú, eða óánægð/ur með. Útivera getur gert okkur gott. Sumarið er nú ekki alveg búið. Möguleiki á göngutúr í hádeginu eða eftir kvöldmat? Að gera okkur upptekin við eitthvað heima fyrir getur gert okkur gott. Jafnvel bara litlar breytingar þar sem við færum til einhverja skrautmuni, stillum upp húsgögnum aðeins öðruvísi, málum einn vegg eða stokkum einhverju upp þótt það kallist ekki stórvægilegt né dýrt.
Geðheilbrigði Góðu ráðin Áskorun Tengdar fréttir Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00 Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Við elskum öll þennan tíma þar sem fjölskyldan er að fara í langþráð sumarfrí. Snýst mest um að hitta á bestu sólardagana. Eða elta sólina. 25. júlí 2025 07:02 Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Það getur alveg tekið á taugarnar að stilla endalaust til friðar á milli systkina í langþráðu fjölskyldufríi. 11. júlí 2025 07:03 „Hátíðarþreyta“skýrist meðal annars af peningaáhyggjum Við erum flest meðvituð um það álag sem hvílir á verslunarfólki um jólin. Og annað stress sem mögulega getur haft áhrif á dagsformið okkar. 1. desember 2023 07:01 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Sjá meira
Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00
Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Við elskum öll þennan tíma þar sem fjölskyldan er að fara í langþráð sumarfrí. Snýst mest um að hitta á bestu sólardagana. Eða elta sólina. 25. júlí 2025 07:02
Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Það getur alveg tekið á taugarnar að stilla endalaust til friðar á milli systkina í langþráðu fjölskyldufríi. 11. júlí 2025 07:03
„Hátíðarþreyta“skýrist meðal annars af peningaáhyggjum Við erum flest meðvituð um það álag sem hvílir á verslunarfólki um jólin. Og annað stress sem mögulega getur haft áhrif á dagsformið okkar. 1. desember 2023 07:01