Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 6. ágúst 2025 07:31 Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innflytjendamál Hælisleitendur Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar