Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun