Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar 16. júlí 2025 15:30 Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun