„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 11:32 Ásbjörn lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti og skilur sáttur við handboltann. vísir / ívar Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira