Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar 10. júlí 2025 19:03 Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun