Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2025 13:48 Gunnlaugur Árni og Tómas ferskir. Mynd/GSÍ Landslið karla í golfi er í öðru sæti eftir fyrsta dag Evrópumóts áhugamanna í golfi sem fram fer á Írlandi. Ísland er eitt sextán sveita sem etja kappi á Killarney-vellinum þar í landi. Mótið fer fram yfir fimm daga. Fyrstu tvo keppnisdagana er spilað í höggleik og þá síðari þrjá í holukeppni. Íslenska sveitin lék 36 holu höggleik í gær og gerir slíkt hið sama í dag. Í höggleiknum telja fimm af sex bestu skorunum og því þurfa allir að leggja sitt á vogarskálarnar þar sem aðeins skor hins slakasta hvern dag dettur út. Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best í íslensku sveitinni á fyrsta hring. Þeir voru hvor um sig á fimm höggum undir pari en Dagbjartur Sigurbjartsson var á fjórum undir pari. Auk þeirra skipa Böðvar Bragi Pálsson, Logi Sigurðsson og Tómas Eiríksson lið Íslands. Íslenska liðið var alls á 14 undir pari og situr í öðru sæti mótsins. Lið Englands var efst á 20 undir pari, sex höggum á undan íslenska liðinu. Í þriðja sæti voru heimamenn frá Írlandi á ellefu undir pari. Af liðunum sextán fara átta áfram í átta liða úrslit og stendur Ísland því vel að vígi eftir fyrsta daginn. Margt getur þó breyst á öðrum leikdeginum sem stendur yfir. Hér má fylgjast með stöðu mála. Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mótið fer fram yfir fimm daga. Fyrstu tvo keppnisdagana er spilað í höggleik og þá síðari þrjá í holukeppni. Íslenska sveitin lék 36 holu höggleik í gær og gerir slíkt hið sama í dag. Í höggleiknum telja fimm af sex bestu skorunum og því þurfa allir að leggja sitt á vogarskálarnar þar sem aðeins skor hins slakasta hvern dag dettur út. Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best í íslensku sveitinni á fyrsta hring. Þeir voru hvor um sig á fimm höggum undir pari en Dagbjartur Sigurbjartsson var á fjórum undir pari. Auk þeirra skipa Böðvar Bragi Pálsson, Logi Sigurðsson og Tómas Eiríksson lið Íslands. Íslenska liðið var alls á 14 undir pari og situr í öðru sæti mótsins. Lið Englands var efst á 20 undir pari, sex höggum á undan íslenska liðinu. Í þriðja sæti voru heimamenn frá Írlandi á ellefu undir pari. Af liðunum sextán fara átta áfram í átta liða úrslit og stendur Ísland því vel að vígi eftir fyrsta daginn. Margt getur þó breyst á öðrum leikdeginum sem stendur yfir. Hér má fylgjast með stöðu mála.
Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira