Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir, Einar Freyr Ingason og Þórir Bergsson skrifa 8. júlí 2025 16:32 Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun