Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar 27. júní 2025 11:32 Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar