Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. júní 2025 12:00 Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun