Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 09:43 Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við afar svekkjandi jafntefli í dag. IHF Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lék í dag sinn annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Póllandi og varð að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn frændum okkar frá Færeyjum. Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira