Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:05 Tómas Hjaltested mundar kylfuna á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Getty/Alex Burstow Kylfingurinn Tómas Hjaltested keppir í dag í útsláttarkeppni Opna breska áhugamannamótsins í golfi eftir að hafa verið sá eini af fimm Íslendingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Logi Sigurðsson féll út í bráðabana. Eftir tvo daga af höggleik, og bráðabana þar sem 24 kylfingar kepptu um fimm síðustu lausu sætin, er Tómas einn af 64 kylfingum sem eftir standa á mótinu. Nú tekur við holukeppni þar sem Tómas mætir Frakkanum Paul Beauvy í 64 manna úrslitum. Ljóst er að Tómas mun þurfa að hafa sig allan við gegn Beauvy sem lék hringina tvo í höggleiknum á samtals -6 höggum og varð í 6. sæti en Tómas lék samtals á -2 höggum og varð í 58. sæti. Eins og fyrr segir var Logi Sigurðsson afar nálægt því að komast einnig í 64 manna úrslitin en hann var einn af 24 kylfingum sem léku hringina tvo á samtals -1 höggi og urðu jafnir í 60. sæti. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Logi par en eftir skolla á næstu holu, átjándu holu vallarins, var hann úr leik. Fjórir aðrir íslenskir kylfingar léku á mótinu. Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 105. sæti á +1 höggi, Veigar Heiðarsson í 155. sæti á +4 höggum, Dagbjartur Sigurbrandsson í 183. sæti á +5 höggum og Guðjón Frans Halldórsson í 206. sæti á +6 höggum en alls tóku 288 kylfingar þátt. Leikur Tómasar og Beauvy hefst núna í hádeginu og er hægt að fylgjast með stöðunni með því að smella hér. Sýn verður með beina útsendingu tvo síðustu keppnisdaga mótsins, á föstudag og laugardag, á Sýn Sport 3. Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Eftir tvo daga af höggleik, og bráðabana þar sem 24 kylfingar kepptu um fimm síðustu lausu sætin, er Tómas einn af 64 kylfingum sem eftir standa á mótinu. Nú tekur við holukeppni þar sem Tómas mætir Frakkanum Paul Beauvy í 64 manna úrslitum. Ljóst er að Tómas mun þurfa að hafa sig allan við gegn Beauvy sem lék hringina tvo í höggleiknum á samtals -6 höggum og varð í 6. sæti en Tómas lék samtals á -2 höggum og varð í 58. sæti. Eins og fyrr segir var Logi Sigurðsson afar nálægt því að komast einnig í 64 manna úrslitin en hann var einn af 24 kylfingum sem léku hringina tvo á samtals -1 höggi og urðu jafnir í 60. sæti. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Logi par en eftir skolla á næstu holu, átjándu holu vallarins, var hann úr leik. Fjórir aðrir íslenskir kylfingar léku á mótinu. Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 105. sæti á +1 höggi, Veigar Heiðarsson í 155. sæti á +4 höggum, Dagbjartur Sigurbrandsson í 183. sæti á +5 höggum og Guðjón Frans Halldórsson í 206. sæti á +6 höggum en alls tóku 288 kylfingar þátt. Leikur Tómasar og Beauvy hefst núna í hádeginu og er hægt að fylgjast með stöðunni með því að smella hér. Sýn verður með beina útsendingu tvo síðustu keppnisdaga mótsins, á föstudag og laugardag, á Sýn Sport 3.
Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira