Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 18. júní 2025 08:31 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun