Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 18. júní 2025 08:31 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun