Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2025 20:15 Toto Wolff, liðstjóri Mercedes. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Toto Wolff, liðstjóri Mercedes, segir að kvörtun Red Bull eftir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 hafi verið „vandræðaleg“. George Russell kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum um helgina og tryggði Mercedes-liðinu þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðsfélagi hans, Kimi Antonelli, var einnig á verðlaunapalli, en hann kom þriðji í mark, á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. Klára þurfti keppnina á eftir öryggisbíl eftir að Lando Norris á McLaren keyrði á liðsfélaga sinn Oscar Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Liðsmenn Red Bull voru hins vegar ósáttir að keppni lokinni og sendu inn kvörtun til FIA. Liðinu þótti Russell keyra óreglulega fyrir aftan öryggisbílinn og að hann hafi sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu. „Í fyrsta lagi tók það Red Bull liðið tvo klukkutíma að senda frá sér þessa kvörtun,“ sagði Wolff í samtali við Sky Sports. „Þetta er svo mikil smámunasemi. Þeir finna einhverjar furðulegar klásúlur, sem þeir kalla klásúlur. Ég held að FIA þurfi að skoða þetta því þetta var svo langsótt að kvörtuninni var hafnað.“ „Þú keppir og þú vinnur eða tapar á brautinni. Þetta var sanngjarn sigur hjá okkur, eins og þeir hafa unnið marga sanngjarna sigra áður. Þetta var bara vandræðalegt,“ sagði Wolff að lokum. Akstursíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
George Russell kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum um helgina og tryggði Mercedes-liðinu þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðsfélagi hans, Kimi Antonelli, var einnig á verðlaunapalli, en hann kom þriðji í mark, á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. Klára þurfti keppnina á eftir öryggisbíl eftir að Lando Norris á McLaren keyrði á liðsfélaga sinn Oscar Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Liðsmenn Red Bull voru hins vegar ósáttir að keppni lokinni og sendu inn kvörtun til FIA. Liðinu þótti Russell keyra óreglulega fyrir aftan öryggisbílinn og að hann hafi sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu. „Í fyrsta lagi tók það Red Bull liðið tvo klukkutíma að senda frá sér þessa kvörtun,“ sagði Wolff í samtali við Sky Sports. „Þetta er svo mikil smámunasemi. Þeir finna einhverjar furðulegar klásúlur, sem þeir kalla klásúlur. Ég held að FIA þurfi að skoða þetta því þetta var svo langsótt að kvörtuninni var hafnað.“ „Þú keppir og þú vinnur eða tapar á brautinni. Þetta var sanngjarn sigur hjá okkur, eins og þeir hafa unnið marga sanngjarna sigra áður. Þetta var bara vandræðalegt,“ sagði Wolff að lokum.
Akstursíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira