Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin Antonio Guterres skrifar 11. júní 2025 11:32 Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun