Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 09:33 Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar