Hvers vegna borga foreldrar í Kópavogi mest? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:32 Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun