Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2025 10:32 Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar