Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson er aðeins tvítugur en þegar farinn að skapa sér nafn á alþjóðlegum vettvangi. Golfsamband Íslands Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera góða hluti með alþjóðalega liðinu á Arnold Palmer Cup sem er sterkasta áhugamannamót heims. Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira