Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk Jens Garðar Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 6. júní 2025 11:33 Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Ólafur Adolfsson Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar