Þegar ég fékk séns Heiða Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2025 07:02 „Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun