Lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar skert Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. júní 2025 08:00 Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mosfellsbær Regína Ásvaldsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun