Getur Seljaskóli núna orðið símalaus skóli, Jóhanna? Kristín Jónsdóttir skrifar 2. júní 2025 14:17 - Opið bréf til Jóhönnu Héðinsdóttur, nýráðins skólastjóra Seljaskóla í Reykjavík Til hamingju með að vera komin með fasta ráðningu sem skólastjóri Seljaskóla. Eftir tíð skólastjóraskipti síðustu ára er gott að vita af því að það verði ekki breyting í brúnni fyrir næsta skólaár. Við höfum því miður aldrei hist en við höfum áður verið í bréfasamskiptum. Ég er eitt fjölmargra foreldra barns í Seljaskóla sem varð fyrir vonbrigðum í haust þegar í ljós kom að þú ætlaðir ekki að halda áfram með þá vinnu sem unnin var skólaárið 2023-24, sem hafði sem markmið að gera Seljaskóla að símalausum skóla. Taka þarf fram að skólinn er símalaus fram að unglingastigi, en það þarf að fara alla leið og banna símanotkun barna á unglingastigi. Á foreldrafundi kom fram að þú teldir þig ekki hafa umboð til að fara í þessa vinnu þar sem þú værir ekki fastráðin sem skólastjóri. Núna er það breytt. Í samskiptum okkar taldir þú þetta ekki vera forgangsmál og að þetta væri of mikil vinna til að fara í innan skólans. Þú vildir bíða eftir miðlægri ákvörðun frá Reykjavíkurborg. En þú hvattir mig líka til að koma sjónarmiðum mínum á framfæri og ég hef ákveðið að gera það með þessum hætti. Það er nefnilega kominn tími til að hætta með þessa gríðarstóru félagslegu tilraun sem á sér stað í skólunum. Tilraun sem aldrei var borin undir siðanefnd eða samþykkis aflað. Áhrifin eru að koma í ljós og þau eru ekki uppbyggileg. Í nýlegri úttekt á vegum sænskra stjórnvalda kom fram að síma- og skjánotkun hafi neikvæð áhrif á getu nemenda til að einbeita sér í tímum og þar með að læra. Það er ekkert sem segir að áhrifin ætti að vera önnur hér. Börn eru ekki fullþroska, þau hafa ekki hæfni til að sjá hvað er þeim fyrir bestu og þess vegna þurfa þau leiðsögn frá foreldrum. Og þó að unglingar séu að fikra sig í áttina að því að taka sjálfstæðar ákvarðanir eru börn á unglingastigi ekki fullfær um það. Þau finna hvernig þau sogast inn í skjáinn og þó þau átti sig á því að það hefur neikvæð áhrif á líðan þeirra hafa þau ekki þroska til að skammta sér tíma. Fíkn hefur sterkt aðdráttarafl og börnin okkar eru varnarlaus enda hafa stór teymi sérfræðinga hannað tæknina með það að markmiði að gera okkur háð henni. Í skýrslunni sem sænsk stjórnvöld létu gera koma fram skýrar ráðleggingar sem verið er að vinna úr. Mælt er með að banna ekki bara síma innan skólans heldur að safna þeim saman í upphafi skóladagsins til að tryggja það að freistingin sé ekki til staðar. Því hvernig á barn að geta staðist freistinguna að skoða annað en það á að vera að gera þegar tölvan er beint fyrir framan þau og síminn titrandi í vasanum. Einnig er mælt með að draga verulega úr notkun skjáa í leikskólastarfi og stórminnka tölvunotkun í grunnskólum. Í staðinn á að efla útgáfu námsbóka og styrkja skólabókasöfn. Í þau skipti sem ég hef átt erindi niður í skóla á skólatíma blasir við mér sorgleg sýn. Unglingar sem sitja þó að þau séu í sama rými eru ekki í samskiptum við hvort annað. Allir sitja með sinn skjá fyrir framan sig og þó að það sé að sjálfsögðu hægt að hafa samskipti í gegnum snjallsíma þá jafnast það ekki á við bein samskipti. Enda hafa rannsóknir sýnt að þó að snjallsímanotkun geti að einhverju leyti stutt við þá sem eiga erfitt með félagsleg tengsl þá er þetta samband ekki línulegt og með aukinni notkun sjáist þveröfug áhrif. Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sem eru meira í beinum félagslegum samskiptum eru hamingjusamari en þeir sem einkum eru í samskiptum við aðra í gegnum skjái, og að það sé til staðar öfugt samband á milli skjátíma og hamingju. Börn og unglingar eru að þróa með sér félagslega færni og til þess þurfa þau að læra að túlka viðbrögð þeirra sem þau eru í samskiptum við. Læra að túlka svipbrigði, tónfall raddarinnar og líkamsstöðu. Þetta kemur ekki fram með sama hætti þegar samskipti eiga sér stað í gegnum tölvu eða skjá og tjámerki fylla þessa þörf bara upp að vissu marki. Hvernig eiga þau að geta æft félagsleg samskipti þegar þau fá ekki tækifæri til þess? Ég veit um dæmi þar sem barn er búið að vera 3-4 klukkutíma í snjallsímanum sínum þegar það kemur heim úr skólanum. Hvað er þá mikill tími eftir til að fylgjast með kennaranum og náminu? Hvað þá til að æfa félagslega færni. Sem betur fer eru margir að vakna upp af slæmum draum og það er dæmi um sveitarfélag sem hefur tekið stefnumótandi ákvörðun fyrir sína skóla. Akureyrarbær tók ákvörðun um að hafa símafrí í sínum grunnskólum og ég hef ekki heyrt nein mótmæli frá foreldrum eða öðrum varðandi það Seljaskóli hafði tækifæri til að vera í fararbroddi varðandi það að taka ákvörðun um símalausan skóla. Í staðinn verður skólinn eftirlegukind á meðan beðið er eftir stefnumarkandi ákvörðun frá borginni. En stefnuleysið í borginni er algjört og virðist þar beðið eftir að skólarnir sjálfir taki ákvörðunina þannig að borgin þurfi ekki að taka afstöðu. En meðan Seljaskóli bíður eftir að borgin ákveði sig taka aðrir skólar af skarið, samanber nýlega grein í Vísi (Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir - Vísir) þar sem fram kemur að meirihluti grunnskóla í Reykjavík væru orðnir símalausir. Því spyr ég aftur, getur Seljaskóli núna orðið símalaus skóli? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Reykjavík Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
- Opið bréf til Jóhönnu Héðinsdóttur, nýráðins skólastjóra Seljaskóla í Reykjavík Til hamingju með að vera komin með fasta ráðningu sem skólastjóri Seljaskóla. Eftir tíð skólastjóraskipti síðustu ára er gott að vita af því að það verði ekki breyting í brúnni fyrir næsta skólaár. Við höfum því miður aldrei hist en við höfum áður verið í bréfasamskiptum. Ég er eitt fjölmargra foreldra barns í Seljaskóla sem varð fyrir vonbrigðum í haust þegar í ljós kom að þú ætlaðir ekki að halda áfram með þá vinnu sem unnin var skólaárið 2023-24, sem hafði sem markmið að gera Seljaskóla að símalausum skóla. Taka þarf fram að skólinn er símalaus fram að unglingastigi, en það þarf að fara alla leið og banna símanotkun barna á unglingastigi. Á foreldrafundi kom fram að þú teldir þig ekki hafa umboð til að fara í þessa vinnu þar sem þú værir ekki fastráðin sem skólastjóri. Núna er það breytt. Í samskiptum okkar taldir þú þetta ekki vera forgangsmál og að þetta væri of mikil vinna til að fara í innan skólans. Þú vildir bíða eftir miðlægri ákvörðun frá Reykjavíkurborg. En þú hvattir mig líka til að koma sjónarmiðum mínum á framfæri og ég hef ákveðið að gera það með þessum hætti. Það er nefnilega kominn tími til að hætta með þessa gríðarstóru félagslegu tilraun sem á sér stað í skólunum. Tilraun sem aldrei var borin undir siðanefnd eða samþykkis aflað. Áhrifin eru að koma í ljós og þau eru ekki uppbyggileg. Í nýlegri úttekt á vegum sænskra stjórnvalda kom fram að síma- og skjánotkun hafi neikvæð áhrif á getu nemenda til að einbeita sér í tímum og þar með að læra. Það er ekkert sem segir að áhrifin ætti að vera önnur hér. Börn eru ekki fullþroska, þau hafa ekki hæfni til að sjá hvað er þeim fyrir bestu og þess vegna þurfa þau leiðsögn frá foreldrum. Og þó að unglingar séu að fikra sig í áttina að því að taka sjálfstæðar ákvarðanir eru börn á unglingastigi ekki fullfær um það. Þau finna hvernig þau sogast inn í skjáinn og þó þau átti sig á því að það hefur neikvæð áhrif á líðan þeirra hafa þau ekki þroska til að skammta sér tíma. Fíkn hefur sterkt aðdráttarafl og börnin okkar eru varnarlaus enda hafa stór teymi sérfræðinga hannað tæknina með það að markmiði að gera okkur háð henni. Í skýrslunni sem sænsk stjórnvöld létu gera koma fram skýrar ráðleggingar sem verið er að vinna úr. Mælt er með að banna ekki bara síma innan skólans heldur að safna þeim saman í upphafi skóladagsins til að tryggja það að freistingin sé ekki til staðar. Því hvernig á barn að geta staðist freistinguna að skoða annað en það á að vera að gera þegar tölvan er beint fyrir framan þau og síminn titrandi í vasanum. Einnig er mælt með að draga verulega úr notkun skjáa í leikskólastarfi og stórminnka tölvunotkun í grunnskólum. Í staðinn á að efla útgáfu námsbóka og styrkja skólabókasöfn. Í þau skipti sem ég hef átt erindi niður í skóla á skólatíma blasir við mér sorgleg sýn. Unglingar sem sitja þó að þau séu í sama rými eru ekki í samskiptum við hvort annað. Allir sitja með sinn skjá fyrir framan sig og þó að það sé að sjálfsögðu hægt að hafa samskipti í gegnum snjallsíma þá jafnast það ekki á við bein samskipti. Enda hafa rannsóknir sýnt að þó að snjallsímanotkun geti að einhverju leyti stutt við þá sem eiga erfitt með félagsleg tengsl þá er þetta samband ekki línulegt og með aukinni notkun sjáist þveröfug áhrif. Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sem eru meira í beinum félagslegum samskiptum eru hamingjusamari en þeir sem einkum eru í samskiptum við aðra í gegnum skjái, og að það sé til staðar öfugt samband á milli skjátíma og hamingju. Börn og unglingar eru að þróa með sér félagslega færni og til þess þurfa þau að læra að túlka viðbrögð þeirra sem þau eru í samskiptum við. Læra að túlka svipbrigði, tónfall raddarinnar og líkamsstöðu. Þetta kemur ekki fram með sama hætti þegar samskipti eiga sér stað í gegnum tölvu eða skjá og tjámerki fylla þessa þörf bara upp að vissu marki. Hvernig eiga þau að geta æft félagsleg samskipti þegar þau fá ekki tækifæri til þess? Ég veit um dæmi þar sem barn er búið að vera 3-4 klukkutíma í snjallsímanum sínum þegar það kemur heim úr skólanum. Hvað er þá mikill tími eftir til að fylgjast með kennaranum og náminu? Hvað þá til að æfa félagslega færni. Sem betur fer eru margir að vakna upp af slæmum draum og það er dæmi um sveitarfélag sem hefur tekið stefnumótandi ákvörðun fyrir sína skóla. Akureyrarbær tók ákvörðun um að hafa símafrí í sínum grunnskólum og ég hef ekki heyrt nein mótmæli frá foreldrum eða öðrum varðandi það Seljaskóli hafði tækifæri til að vera í fararbroddi varðandi það að taka ákvörðun um símalausan skóla. Í staðinn verður skólinn eftirlegukind á meðan beðið er eftir stefnumarkandi ákvörðun frá borginni. En stefnuleysið í borginni er algjört og virðist þar beðið eftir að skólarnir sjálfir taki ákvörðunina þannig að borgin þurfi ekki að taka afstöðu. En meðan Seljaskóli bíður eftir að borgin ákveði sig taka aðrir skólar af skarið, samanber nýlega grein í Vísi (Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir - Vísir) þar sem fram kemur að meirihluti grunnskóla í Reykjavík væru orðnir símalausir. Því spyr ég aftur, getur Seljaskóli núna orðið símalaus skóli? Höfundur er foreldri.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun