Heiður Björk tekur við eftir brotthvarf Gunnars Egils Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 14:59 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir er nýr forstjóri Samkaupa. Samkaup Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Samkaupa, verður starfandi forstjóri fyrirtækisins þar til sameining við Orkuna er yfirstaðin. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin fimm ár. Í tilkynningu kemur fram að tilkynnt hafi verið um kaup Orkunnar á hlutum Kaupfélags Suðurnesja fyrr í mánuðinum en áætlað sé að þau gangi í gegn um leið og öllum fyrirvörum hafi verið aflétt. „Í framhaldi er stefnt að því að til verði eignarhaldsfélag sem starfi á sviði matvöru, orku, bílaþvottar og lyfsölu. Heiður mun stýra fyrirtækinu í samvinnu við aðra í framkvæmdastjórn. Gunnar Egill Sigurðsson hefur látið af störfum sem forstjóri eftir 23 ár hjá fyrirtækinu. „Kaupin eru jákvætt skref fyrir Samkaup. Þau styrkja stöðu fyrirtækisins og munu opna á tækifæri fyrir okkur til að bjóða betri verð og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við erum þakklát Gunnari Agli fyrir hans störf, en hann á mjög stóran þátt í vexti og þróun fyrirtækisins,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, nýr forstjóri Samkaupa. Heiður Björk hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin 5 ár. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Gunnar Egill kveður eftir 23 ár Gunnar Egill tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann hefði ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. „Ég er afar þakklátur fyrir öll tuttugu og þrjú árin sem ég hef starfað hjá Samkaupum og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð á smásölumarkaði um allt land. Sá árangur er aðeins til kominn vegna þess að hjá Samkaupum starfar einvala lið stjórnenda og starfsfólks með metnað fyrir starfinu og drifkraftinn sem þarf til að ná settum markmiðum. Kaupin opni nú ný tækifæri til að byggja upp enn sterkara og betra félag og ég hlakka til að fylgjast með framvindunni. Samkaup er í traustum höndum Heiðar og teymisins hennar,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Matvöruverslun Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að tilkynnt hafi verið um kaup Orkunnar á hlutum Kaupfélags Suðurnesja fyrr í mánuðinum en áætlað sé að þau gangi í gegn um leið og öllum fyrirvörum hafi verið aflétt. „Í framhaldi er stefnt að því að til verði eignarhaldsfélag sem starfi á sviði matvöru, orku, bílaþvottar og lyfsölu. Heiður mun stýra fyrirtækinu í samvinnu við aðra í framkvæmdastjórn. Gunnar Egill Sigurðsson hefur látið af störfum sem forstjóri eftir 23 ár hjá fyrirtækinu. „Kaupin eru jákvætt skref fyrir Samkaup. Þau styrkja stöðu fyrirtækisins og munu opna á tækifæri fyrir okkur til að bjóða betri verð og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við erum þakklát Gunnari Agli fyrir hans störf, en hann á mjög stóran þátt í vexti og þróun fyrirtækisins,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, nýr forstjóri Samkaupa. Heiður Björk hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin 5 ár. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Gunnar Egill kveður eftir 23 ár Gunnar Egill tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann hefði ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. „Ég er afar þakklátur fyrir öll tuttugu og þrjú árin sem ég hef starfað hjá Samkaupum og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð á smásölumarkaði um allt land. Sá árangur er aðeins til kominn vegna þess að hjá Samkaupum starfar einvala lið stjórnenda og starfsfólks með metnað fyrir starfinu og drifkraftinn sem þarf til að ná settum markmiðum. Kaupin opni nú ný tækifæri til að byggja upp enn sterkara og betra félag og ég hlakka til að fylgjast með framvindunni. Samkaup er í traustum höndum Heiðar og teymisins hennar,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Matvöruverslun Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira