Eru forvarnir í hættu? Dagbjört Harðardóttir skrifar 30. maí 2025 10:33 Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun