Eru forvarnir í hættu? Dagbjört Harðardóttir skrifar 30. maí 2025 10:33 Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun