Mikill munur á aðgengi að líknarmeðferð í Evrópu Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2025 08:32 Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar