Verður það að vera Ísrael? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 07:02 Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar