„Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 21:44 ÁGúst Jóhannsson stýrði kvennaliði Vals í síðasta sinn í kvöld. Hann kveður liðið með Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistaratitli. Vísir/Ernir „Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld. Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“ Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira