#blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Meta Facebook X (Twitter) Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar