Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar 23. maí 2025 07:32 Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ólafur Adolfsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun