Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:31 Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun