Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:31 Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun