Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 22. maí 2025 11:01 Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar